Svæðisskipulag

Svæðisskipulag getur verið mjög öflugt tæki til að ná fram breytingum með sameiginlegu átaki nokkurra sveitarfélaga, t.d. hvað varðar markaðssetningu atvinnusvæða, eflingu ferðaþjónustu, náttúruvernd, samgöngur og menntun. Lykilatriði fyrir alla svæðisskipulagsgerð eru sameiginlegir hagsmunir, að öðrum kosti virkar svæðisskipulagið ekki og verður þungt í vöfum. Reynsla VSÓ Ráðgjafar er sú að mikilvægt er að fara yfir nokkrar grundvallarspurningar áður en ákvörðun er tekin um að hefja vinnu við gerð svæðisskipulags.

Af hverju?

Hverju viljum við ná fram? Hvaða breytingar viljum við sjá? Af hverju viljum við sjá þessar breytingar verða að veruleika, þ.e.a.s. hverjar eru væntingar til skipulagsins?

Hvernig?

Hvernig er svæðisskipulag fallið til að ná markmiðum og stuðla að breytingum? Er svæðisskipulag rétta tækið? Leggja áherslu á greiningarvinnu. Móta leikreglur og aðgerðaráætlun fyrir svæðið. Mikilvægt að tryggja víðtæka þátttöku hagsmunaaðila.

Áherslur?

Hvar eru sameiginlegir hagsmunir? Er sókn eða vörn? Áhersla á vöxt? Áhersla á sérstöðu svæðis t.d. hvað varðar atvinnu og ferðaþjónustu? Áhersla á bætta innviði s.s. heilbrigðismál og samgöngur?

Eftirfylgni?

Hvernig á að fylgja stefnumörkun og aðgerðaráætlun eftir? Hvert er eignarhaldið? Þolinmæði og framvindugreining. Muna hver tilgangur með vinnunni var. Framfylgd er erfiðasti þáttur vinnunnar.

Ávinningur?

Skýr stefnumörkun og forgangsröðun aðgerða sem knýr fram breytingar. Sveitarfélög róa í sömu átt, stuðlar að auknu samstarfi og eflir traust.