VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafar- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar 75 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Í fréttum hjá VSÓ:

Laus störf hjá VSÓ 

VSÓ hefur áhuga á að bæta við sig áhugasömum verk- og tæknifræðingum til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum stofunnar. Um er að ræða störf m.a. við landupplýsingatækni, umhverfismál, byggðatækni, verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit, burðarvirkjahönnun og hönnun lagna- og loftræsikerfa. Núna er tækifærið!

Öll fréttin

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð

VSÓ Ráðgjöf hefur, í samvinnu við Framkvæmdasýslu ríkisins og Vesturbyggð, lokið við frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðra ofanflóðavarnargarða á Patreksfirði, fyrir ofan Urðargötu, Hóla og Mýrar. Frummatsskýrslan er nú til kynningar og vonast er til að sem flestir kynni sér efni hennar. Ábendingar og athugasemdir skulu sendar fyrir 7. ágúst n.k.

Öll fréttin

Samgönguáætlun 2019-2030, auglýsing um matslýsingu

Í undirbúningi er gerð samgönguáætlunar 2019-2030. Matslýsing áætlunarinnar er nú til kynningar og vonast er til að sem flestir kynni sér efni hennar. Ábendingar og athugasemdir skulu sendar fyrir 29. júní n.k.

Öll fréttin

Klettaskóli, ný íþróttaaðstaða

Klettaskóli, ný íþróttaaðstaða

Nemendur og kennarar Klettaskóla fengu formlega afhent til notkunar nýjan íþróttasal og sundlaug miðvikudaginn 11. apríl. Framkvæmdir við viðbyggingu við Klettaskóla hófust vorið 2015 og gert er ráð fyrir því að þeim verði að fullu lokið í ágúst 2018.

Öll fréttin

Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni

Smári Ólafsson samgönguverkfræðingur hjá VSÓ var gestur í Morgunþættinum á Rás 2 þann 14. febrúar síðastliðinn þar sem hann ræddi m.a. um síauknar umferðatafir og nauðsyn þess að breyta ferðavenjum.

Öll fréttin