VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafa- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfa 70 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Í fréttum hjá VSÓ:

Framkvæmdir að hefjast við Skarðshlíðarskóla

Fyrsta skóflustunga að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði var tekin í lok ágúst. Skólinn samanstendur af grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og íþróttahúsi og verður í allt um 8.900 m2 að stærð. Áætlað er að byggingu fyrsta áfanga ljúki haustið 2018.

Öll fréttin

Nýtt pípuorgel í Jessheim kirkju

Fjölbreytileiki verkefna sem VSÓ tekur að sér er mikill og sem dæmi má nefna að nýverið stýrði VSÓ skilgreiningu verkefnis og sá um útboð vegna kaupa á nýju pípuorgeli fyrir Jessheim kirkju í Noregi.  Nýja orgelið verður smíðað í Þýskalandi og er þess beðið með mikilli eftirvæntingu því kirkjan hefur orð á sér fyrir frábæran hljómburð og framúrskarandi aðstæður fyirir gesti.

Öll fréttin

Laus störf hjá VSÓ 

VSÓ hefur áhuga á að bæta við sig áhugasömum verk- og tæknifræðingum til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum stofunnar. Um er að ræða störf m.a. við  verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit, við byggðatækni, við jarðtækni og við hönnun rafkerfa. Núna er tækifærið!

Öll fréttin

Efnisnám kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi

VSÓ hefur í samstarfi við Jarðfræðistofu Kjartans Thors unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðs efnisnáms kalkþörungasets í Ísafjarðardjúpi. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 9. október næstkomandi.

Öll fréttin

Borgarlínan

Borgarlína er risastór ákvörðun um hágæða almenningssamgöngur. Umferðalíkan sem VSÓ hefur þróað mun gagnast vel við að meta áhrif Borgarlínunnar á umferðarflæði og ferðatíma.

Öll fréttin

Vesturbugt - Vinningstillaga að veruleika

VSÓ Ráðgjöf, í samstarfi við fleiri aðila, hefur nú skrifað undir samning um uppbyggingu 176 íbúða ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík.

Öll fréttin