VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafa- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfa 70 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Í fréttum hjá VSÓ:

Þjónusta við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði

VSÓ gerði nú nýlega samning við Auðnast ehf. um heildstæða þjónustu við gerð áhættumats starfa og áætlana um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og eru fyrirtækin á lista Vinnueftirlitsins yfir þá viðurkenndu þjónustuaðila og sérfræðinga í vinnuvernd sem veita heildstæða þjónustu.

Öll fréttin

Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni

Smári Ólafsson samgönguverkfræðingur hjá VSÓ var gestur í Morgunþættinum á Rás 2 þann 14. febrúar síðastliðinn þar sem hann ræddi m.a. um síauknar umferðatafir og nauðsyn þess að breyta ferðavenjum.

Öll fréttin

Frummatsskýrsla landmótunar kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells

VSÓ Ráðgjöf hefur í samvinnu við Reykjavíkurborg unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar haugsetningar og landmótunar fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells. Hægt er að nálgast skýrsluna hér á vefnum. Frestur til að senda inn ábendingar er til 3. apríl næstkomandi.

Öll fréttin

VSÓ er framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð

Fjárhags- og viðskiptaupplýsingafyrirtækið Creditinfo vinnur árlega greiningu á íslenskum fyrirtækjum og gefur út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins. VSÓ er meðal þeirra sem eru á lista árið 2017 og er því nú í hópi framúrskarandi fyrirtækja fjórða árið í röð.

Öll fréttin

Borgarlína – kynning á forvinnu og forsendum

Greining og umferðarspár VSÓ benda til þess að fjárfesting í Borgarlínu sé hagkvæmur kostur sem leiðir til fleiri valkosta, minni tafa þeirra sem aka í einkabílum og minna vitspors samgangna.

Öll fréttin

Af hverju ferðast Íslendingar oftar á hverjum degi en flestir aðrir?

Niðurstöður ferðavenjukannana á Íslandi hafa jafnan vakið nokkra furðu þegar þær eru bornar saman við sambærilegar kannanir víða erlendis. Í rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina kannaði VSÓ orsakir þessa og niðurstöðurnar má finna hér á vefnum.

Öll fréttin

Laus störf hjá VSÓ 

VSÓ hefur áhuga á að bæta við sig áhugasömum verk- og tæknifræðingum til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum stofunnar. Um er að ræða störf m.a. við  verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit, byggðatækni, burðarvirkjahönnun, hönnun rafkerfa og hönnun lagna- og loftræsikerfa. Núna er tækifærið!

Öll fréttin