VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafa- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfa 70 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Í fréttum hjá VSÓ:

Forneburingen barnehage

Nýr leikskóli Forneburingen barnehage með aðstöðu fyrir allt að 300 börn var nýlega tekinn í notkun. Leikskólalóðin þykir vel heppnuð með leiktækjum í bland við hóla og hæðir sem nýtast börnum í leik jafnt sumar sem vetur.

Öll fréttin

Uppbygging í Gufunesi.

Á næstu árum er áformað er að umbylta Gufunessvæðinu. Byggt verður á vinningstillögu rammaskipulags hollenskra ráðgjafa og gert er ráð fyrir íbúðarsvæði, kvikmyndaþorpi og fjölbreyttum þekkingariðnaði.

Öll fréttin

Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgað í Reykjavík

Til stendur að bjóða út framkvæmdir vegna uppsetningar á 58 hleðsluúrtökum fyrir rafbíla á þrettán stöðum í miðborg Reykjavíkur, en slíkar hleðslustöðvar eru í samræmi við markmið borgarinnar um að styðja við umhverfisvæna samgöngumáta.

Öll fréttin

Laus störf hjá VSÓ 

VSÓ hefur áhuga á að bæta við sig áhugasömum verk- og tæknifræðingum til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum stofunnar. Um er að ræða störf m.a. við  verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit, byggðatækni, burðarvirkjahönnun, hönnun rafkerfa og hönnun lagna- og loftræsikerfa. Núna er tækifærið!

Öll fréttin

Framkvæmdir að hefjast við Skarðshlíðarskóla

Fyrsta skóflustunga að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði var tekin í lok ágúst. Skólinn samanstendur af grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla og íþróttahúsi og verður í allt um 8.900 m2 að stærð. Áætlað er að byggingu fyrsta áfanga ljúki haustið 2018.

Öll fréttin

Nýtt pípuorgel í Jessheim kirkju

Fjölbreytileiki verkefna sem VSÓ tekur að sér er mikill og sem dæmi má nefna að nýverið stýrði VSÓ skilgreiningu verkefnis og sá um útboð vegna kaupa á nýju pípuorgeli fyrir Jessheim kirkju í Noregi.  Nýja orgelið verður smíðað í Þýskalandi og er þess beðið með mikilli eftirvæntingu því kirkjan hefur orð á sér fyrir frábæran hljómburð og framúrskarandi aðstæður fyirir gesti.

Öll fréttin

Vesturbugt - Vinningstillaga að veruleika

VSÓ Ráðgjöf, í samstarfi við fleiri aðila, hefur nú skrifað undir samning um uppbyggingu 176 íbúða ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík.

Öll fréttin