VSÓ Ráðgjöf

VSÓ Ráðgjöf er alhliða ráðgjafa- og verkfræðifyrirtæki sem leggur áherslu á trausta og faglega þjónustu sem tryggir viðskiptavinum hagkvæmustu lausnir hverju sinni, skilar raunverulegum árangri og stuðlar að samkeppnisforskoti.  Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfa 70 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Í fréttum hjá VSÓ:

Laus störf hjá VSÓ 

VSÓ hefur áhuga á að bæta við sig áhugasömum verk- og tæknifræðingum til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum stofunnar. Um er að ræða störf m.a. við  verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit, við byggðatækni, við jarðtækni og við hönnun rafkerfa. Núna er tækifærið!

Öll fréttin

Borgarlínan

Stefán Gunnar segir að umferðalíkan sem VSÓ hefur þróað fyrir höfuðborgarsvæðið muni gagnast vel við að meta áhrif Borgarlínunnar á umferðarflæði og ferðatíma bæði almenningssamgangna og einkabíls.

Öll fréttin

Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Vesturbyggð

Vesturbyggð áformar að reisa varnargarð gegn ofanflóðum á Patreksfirði í hlíðunum fyrir ofan þéttbýlið á milli Vatnseyrar og Geirseyrar. Er það gert til þess að stuðla að bættu öryggi íbúa Patreksfjarðar gagnvart ofanflóðum.

Öll fréttin

Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2017-2026 samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003. Samhliða vinnur Landsnet ásamt VSÓ Ráðgjöf umhverfismat kerfisáætlunar skv. lögum nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Öll fréttin

Áskorun að fá að takast á við stór verkefni

„Ég kann mjög vel við mig hér hjá VSÓ Ráðgjöf.  Ég er að vinna við burðarþolsútreikninga í stóru og krefjandi verkefni  við grunnskólann og menningarmiðstöðina í Úlfarsárdal,“ segir Birgir Indriðason byggingaverkfræðingur hjá VSÓ.

Öll fréttin

Vesturbugt - Vinningstillaga að veruleika

VSÓ Ráðgjöf, í samstarfi við fleiri aðila, hefur nú skrifað undir samning um uppbyggingu 176 íbúða ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík.

Öll fréttin