Þríhnúkagígur – Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda

Tilgangur fyrirhugaðra framkvæmda við Þríhnúkagíg er að gera gíginn aðgengilegan almenningi og opna ferðamannastað sem styður við ferðaþjónustu á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að gera fólki kleift að kynnast undraveröld gígsins og fræðast samhliða um jarðfræði og staðhætti. Opnun áfangastaðar af slíku tagi eykur framboð af upplifun fyrir ferðamenn sem sækja Ísland heim og stuðlar þannig að dreifingu vaxandi álags vegna ferðamennsku.

trihnukar7-700x538Framkvæmdin felur í sér að leggja 2,7 km aðkomuveg frá skíðasvæðinu í Bláfjöllum að Þríhnúkum svo gestir eigi auðvelt með aðkomu að gígnum. Við gíginn verður komið fyrir bílastæði og mun göngustígur leiða fólk inn í þjónustubyggingu sem verður staðsett neðanjarðar. Frá þjónustubyggingunni verða um 300 m löng jarðgöng, boruð inn að gíghvelfingu Þríhnúkagígs og við enda ganganna verður komið fyrir útsýnissvölum þar sem gestir geta firt fyrir sér gíghvelfinguna. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að hringstigi liggi frá svölunum niður á botn gígsins. Lagðir verða göngustígar um nánasta umhverfi Þríhnúka til að stýra umferð að áhugaverðum stöðum.

Framkvæmdaraðili er félagið Þríhnúkar ehf. og verkefnisstjórn mats á umhverfisáhrifum er í höndum VSÓ Ráðgjafar.

 

Álit Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun hefur nú gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum vegna verkefnisins. Helstu niðurstöður álitsins eru eftirfarandi:

  • Matsskýrslan uppfyllir skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum.
  • Skipulagsstofnun telur framkvæmdir og rekstur við Þríhnúkagíg auka álag og um leið hættu á mengunarslysum. Með hliðsjón af niðurstöðum áhættugreininga sé óveruleg hætta á mengun grunnvatns vegna umferðaróhappa en mikilvægt sé að með mótvægisaðgerðum og vöktun verði komið í veg fyrir að grunnvatn spillist vegna mögulegra mengunarslysa eða aukins álags.
  • Skipulagsstofnun telur að fyrir liggi að verndargildi Þríhnúkagígs seé mjög mikið, að áhrif fyrirhugaðra mtrihnukar8-700x538annvirkja innan gígsins verði að langmestu leyti afturkræf en geti, ásamt stígagerð á yfirborði, haft nokkuð neikvæð áhrif á verndargildi hans. Áhrif á nútímahraun, lífríki, útivst, landslag og ásýnd verða að mati Skipulagsstofnunar nokkuð neikvæð.
  • Skipulagsstofnun telur að setja þurfi eftirfarandi skilyrði vegna framkvæmda: Hönnun aðkomuvegar verði miðuð við valkost II, þ.e. umferðarhraða 60-70 km/klst og að fyrir liggi niðurstöður úr heildarendurskoðun vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins.

Næsta skref í verkefninu er að leita leyfis Umhverfisstofnunar fyrir framkvæmdum. Einnig þarf að breyta aðalskipulagi Kópavogs og vinna deiliskipulag fyrir svæðið.