Frummatsskýrsla landmótunar kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells

VSÓ Ráðgjöf hefur í samvinnu við Reykjavíkurborg unnið frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar haugsetningar og landmótunar fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells. Frummatsskýrslan er nú til kynningar og má finna hér fyrir neðan ásamt sérfræðiskýrslum.

Í frummatsskýrslu er gerð grein fyrir framkvæmdinni, helstu áhrifaþáttum hennar og líklegum áhrifum á umhverfisþætti. Umhverfisþættirnir sem eru teknir fyrir í mati á umhverfisáhrifum eru gróðurfar, fuglar, vatnafar, loftgæði, hljóðvist, menningarminjar, landnotkun, samgöngur, landslag og ásýnd og útivistarsvæði.