Þróttur, endurbætur á æfingasvæði

Æfingavellir íþróttafélagsins Þróttar í Laugardal hafa fengið á sig breytta mynd en í stað eins vallar áður eru komnir tveir upphitaðir gervigrasvellir sem uppfylla allar kröfur KSÍ til æfingavalla.

Gamli æfingavöllurinn var orðinn barn síns tíma og tímabært að endurnýja hann.  Æfingasvæði félagsins hefur því verið bætt til muna enda nýtist upphitaður og vel upplýstur völlur ekki eingöngu á sumrin heldur allt árið um kring. Við framkvæmdina þurfti að grafa upp og endurnýja 9.500 m2 af jarðvegi og koma fyrir 62 km af snjóbræðslulögnum. Náttúrugrasi var skipt út fyrir gervigras og allar dren- og raflagnir endurnýjaðar.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Verkefnastjórn.
  • Hönnun gervigrasvalla og nærumhverfis.
  • Hönnun snjóbræðslukerfa.
  • Hönnun fráveitu- og drenlagnakerfa
  • Hönnun lagna fyrir vökvunarkerfi.
  • Hönnun lýsingar og raflagna.
  • Gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana.

Verktími: 2023

Verkkaupi: Reykjavíkurborg.