Hjólastígar í Reykjavík 2014, eftirlit

Um var að ræða þrískipta framkvæmd:

  • Stjörnugróf milli Traðarlands og Seljalands og Sævarland.
  • Háaleitisbraut milli Brekkugerðis og Bústaðavegar og við Bústaðaveg á um 100 m kafla austan við Háaleitisbraut.
  • Suðurgötu, frá Starhaga að Gnitanesi og Einarsnes, frá Gnitanesi að Bauganesi.

Á öllum stöðunum voru stéttar endurgerðar og hjólastígur lagður meðfram stétt, að hluta eða öllu leyti. Götulýsing var endurnýjuð við Stjörnugróf og Suðurgötu og hitaveitulagnir við Suðurgötu. Einnig voru tengiskápar og brunahanar endurnýjaðir og/eða færðir til þar sem til þurfti.

Rífa þurfti upp stéttar sem fyrir voru, og hluta af götu, jarðvegsskipta, leggja fráveitu- og raflagnir, setja upp götulýsingu, steypa stéttar og malbika hjólastíga.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Framkvæmdaumsjón.
  • Framkvæmdaeftirlit.
  • Aðstoð við hönnuði vegna úrlausnar verkefna á framkvæmdatíma.

Verktími: 2014-2015.

Verkkaupi: Reykjavíkurborg og  Orkuveita Reykjavíkur