Fosseveien, endurbætur á vegi og stoðvegg

Í verkefninu felst hönnun vegna endurnýjunar og lagfæringa á Fosseveien í Halden kommune, Noregi (~250m).  Endurnýja þurfti m.a. spúnsþil (stoðvegg), veitulagnir og götulýsingu.  Eldra spúnsþil við veginn var farið að láta verulega á sjá vegna ryðs og álags, þannig að mikil hætta var á að það gæti rifnað og vegurinn hrunið yfir nærliggjandi byggingar o.fl.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun vegar.
  • Hönnun veitukerfa.
  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun burðarvirkja (spúnsþils).
  • Hönnun rafkerfa og lýsingar.

Verktími: 2011-2012.

Verkkaupi: Halden kommune.