Finsalhagen hjúkrunarheimili

Nýtt hjúkrunarheimili í Hamar, Noregi

Í verkefninu felst hönnun nýs hjúkrunarheimilis með 12 nýjum hjúkrunarrýmum og 28 þjónustuíbúðum, ásamt tilheyrandi stoðrýmum og sameiginlegum svæðum, alls 4.900 m². Útisvæðið er 6.100m². Byggingin er hönnuð í þrívídd með BIM aðferðarfræði.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna- og loftræsikerfa.
  • Hönnun rafkerfa og lýsingar.
  • Hönnun lóðar með skynjunargarði (sansehage).

Verktími: 2013-2015.

Verkkaupi: Hamar kommune í Noregi.