Dalskóli í Úlfarsárdal

Leik- og grunnskóli

Í verkefninu felst fullnaðarhönnun og bygging nýs grunn- og leikskóla í Úlfarsárdal sem innifelur m.a. sundlaug, íþróttasal, bókasafn, og aðstöðu fyrir frístunda- og fálagsstarf, alls um 17.000 m2.  Byggingarnar eru hannaðar í þrívíd með BIM aðferðafræði.

Gerðar eru miklar kröfur til frágangs og umhverfis m.a. vegna nálægðar við Úlfarsá. Byggingarnar eiga að uppfylla kröfur BREEAM staðalsins með einkunnargjöfina „Very Good“ og er í vottunarferli.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna.
  • Hönnun loftræsikerfa.
  • Hönnun rafkerfa.
  • Ráðgjöf um eðslifræði bygginga.
  • ÖHU áætlanir.
  • Lífsferilsgreining LCA, í samræmi við kröfur BREEAM.
  • BREEAM ráðgjöf.

Verktími: 2015- 2020.

Verkkaupi: Reykjavíkurborg.