2. desember 2022

Vitavegur vinnur fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um Grófarhúsið

VSÓ Ráðgjöf tók þátt í að móta vinningstillögu í hönnunarsamkeppni Reykjavíkurborgar um endurhönnun og stækkun á Grófarhúsi. Að vinningstillögunni stóð teymi frá JVST arkitektum, Inside outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ Ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu.

VSÓ veitti sjálfbærniráðgjöf í verkefninu en sérstaklega er minnst á þann þátt í mati dómnefndar. Í dómnefndaráliti um vinningstillöguna segir:

„Tillagan er leikandi og skemmtileg. Ferðalagið um Vitaveg er til þess fallið að veita gestum innblástur og eins og segir í greinargerðinni þá „eykst skynvit, þekkingarvit og menningarvit gesta.“

Tillagan svarar í heild sinni skemmtilega og vel væntingum um fjölbreyttan ævintýra- og fróðleiksheim fyrir fólk á öllum aldri. Það er sterkt samhengi og tenging í gegnum bygginguna með Vitaveginum og sjónrænum tengingum sem skapast á milli hæða með opnunum í plötur. Uppröðun starfseminnar er skynsamleg og sannfærandi. Þó mætti þróa betur skipulag opnu rýmanna á 1. og 5. hæð (Vitatorg og Borgaratorg).

 Ánægjulegt er hvernig endurnýting og vistvæni er hugsuð inn í tillöguna, auk umfjöllunar um hvernig á að svara kröfu um BREEAM-vottun.“

 

Nánari upplýsingar um keppnina og vinningstillöguna má finna hér að neðan:

Með sjálfbærni að leiðarljósi

VSÓ Ráðgjöf hefur hugmyndafræði sjálfbærni og hringrásarhagkerfisins að leiðarljósi í ráðgjöf og hönnun á sviði umhverfismála, skipulags og mannvirkjagerðar. Áhersla er á lausnir sem stuðla að framförum og bættum árangri á sviði sjálfbærrar þróunar. Sjá nánar um Grænu leið VSÓ að sjálfbærri framtíð.