Tulu Moje í Eþíópíu, jarðhitanýting
Verkefnið felst í að vinna mat á umhverfisáhrifum vegna jarðhitavinnslu. Mótaðar verða rannsóknarspurningar í samstarfi við eþíópíska sérfræðinga, sem sáu síðan um allar grunnrannsóknir á svæðinu. Matsvinnan felst m.a. í því að skilgreina kröfur samkvæmd eþíópískum lögum og reglum, ásamt þeim sem alþjóðastofnanir leggja til. Um er að ræða mikilvægt verkefni, sem verður til vegna stefnu stjórnvalda Eþíópíu að rafvæða þjóðina á skömmum tíma. VSÓ gerði matsáætlun og matsskýrslu, sem stjórnvöld samþykktu. Nálgun VSÓ byggði m.a. á því að eþíópísk matslög taka að stórum hluta betur tillit til eðli og sérkenna jarðhitaframkvæmda.
Hlutverk VSÓ í verkefninu:
- Mat á umhverfisáhrifum.
Verktími: 2014-2017.
Verkkaupi: Reykjavík Geothermal.