Súðarvogur 9-11, íbúðarhúsnæði

Í verkefninu fólst hönnun íbúðarhúsnæðis á 4 hæðum, við Súðarvog 9 og 11, með 46 íbúðum ásamt bílakjallara. Um er að ræða íbúðir fyrir almennan markað, bæði eldri borgara, námsmenn, leiguíbúðir o.fl. Notast er við blágrænar lausnir við frárennsli og þök með torfklæðningum. 

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna- og loftræsikerfa.
  • Hönnun rafkerfa (smáspenna og lágspenna).
  • Jarðtæknihönnun.
  • Landslagshönnun.
  • Hönnun veitulagna.
  • BIM stýring verkefnis.

Verktími: 2020-2023

Verkkaupi: SV 9-11 ehf.