Stækkun Keflavíkurflugvallar

Isavia áformar að styrkja innviði Keflavíkurflugvallar til að tryggja megi hámarksafköst núverandi flugbrautakerfis. Framkvæmdirnar felast annars vegar í breytingum á núverandi flugbrautakerfi, s.s. gerð flýtireina, flughlaða, flugvélahliða (e. gate) og akbrauta. Hins vegar er um að ræða uppbyggingu innviða svo þeir styðji við og anni hámarskafköstum flugbrauta, s.s. stækkun flugstöðvarbygginga, gerð afísingarsvæðis, stækkun eldsneytiskerfis og fjölgun og tilfærsla bílastæða.

Megintilgangur verkefnisins er að bregðast við fjölgun farþega og hámarka afkastagetu flugbrautakerfisins. Vöxtur umferðar um flugvöllinn hefur verið í takt við fjölgun ferðamanna og umsvif í atvinnulífi, sem reynir mjög á innviði vallarins. Verkefnið tekur mið af spám um þróun farþegafjölda, en gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti á næstu árum.

Stækkun Keflavíkurflugvallar – tillaga að matsáætlun

Verktími: 2018-2019.

Verkkaupi: Isavia.