Nýi Landspítalinn við Hringbraut, Rannsóknarhús

Í verkefninu felst hönnun rannsóknarhúss Landspítalans á 5 hæðum ásamt kjallara á einni hæð, alls ~17.500 m2. Byggingin hýsir m.a. blóðbanka og blóðsöfnun, krufningu og réttarmeinafræði ásamt rannsóknarstofum og aðstöðu fyrir t.d. vefjameinafræði, lífefnafræði, blóðmeinafræði, erfða- og sameindalæknisfræði, ónæmisfræði, sýkla- og veirufræði og fleira. Byggingin er hönnuð með BIM aðferðafræði.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun lagna- og loftræstikerfa.
  • Byggingareðlisfræðileg ráðgjöf.
  • BREEAM ráðgjöf og rýni.
  • Verkefnisstjórn hönnunar fyrir öll fagsvið.

Verktími: 2018-2023.

Verkkaupi: NLSH ohf.