Kringsjå skóli, Osló
Í verkefninu fólst bygging nýrrar byggingar við Kringsjå skóla, sem inniheldur deild fyrir einhverf börn og nemendur með sérþarfir, ásamt 4 nýjum kennslustofum fyrir u.þ.b. 120 nemendur. Útisvæðið tengist svo við eldri byggingar skólans.
Hlutverk VSÓ í verkefninu:
- Hönnun á lokuðu skólasvæði.
- Hönnun á aðkomusvæði bíla að deildinni.
- Hönnun landslags.
Verktími: 2015-2016.
Verkkaupi: Undervisningsbygg Osló.
