Þjóðvegur 1: Víkurvegur-Skarhólabraut

Í verkefninu felst for- og fullnaðarhönnun Þjóðvegar nr. 1 á 3,5 km kafla milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, m.a. tvöföldun vegar, hringtorg, ökubrú, göngubrú og tilheyrandi stígakerfi.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun vegar, stíga og brúa.
  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun raflagna og lýsingar.
  • Hljóðvist og umferðartækni.
  • Kostnaðaráætlanir og gerð útboðsgagna.

Verktími: 2003-2004.

Verkkaupi: Vegagerðin.