Børstad frjálsíþróttasvæðið í Hamar

Nýtt alþjóðlegt frjálsíþróttasvæði í Hamar, Noregi

Í verkefninu felst uppbygging nýs frjálsíþróttasvæðis með náttúrugrasi og búnaði fyrir allar tilheyrandi frjálsíþróttagreinar þ.m.t. 8 hlaupabrautir, langstökk, kastgreinar og auk þess skautasvæði með náttúrulegri frystingu. Frjálsíþróttasvæðið uppfyllir kröfur alþjóða frjálsíþróttasambandsins fyrir alþjóðlegar keppnir og er talið með þeim bestu í Noregi.

Hlutverk VSÓ í verkefninu er hönnun alls frjálsíþróttasvæðisins þ.m.t.:

  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagnakerfa.
  • Hönnun rafkerfa og lýsingar.
  • Hönnun lóðar.
  • Val á öllum búnaði, yfirborðsklæðningum o.fl.

Verktími: 2012-2015.

Verkkaupi: Hamar kommune í Noregi.