Borgartún endurnýjun frá Snorrabraut að Sóltúni
Í verkefninu fólust breytingar á Borgartúni frá Snorrabraut að hringtorgi við Sóltún. Gangstéttar voru endurnýjaðar, hjólastígur lagður, þrenging gerð við Snorrabraut og lýsing endurnýjuð. Einnig fólst í verkefninu umfangsmikil vinna við lagningu 132kv háspennustrengs sem og fráveitulagna.
Verkefnið var sérlega krefjandi, í þröngu athafnasvæði og krafðist sérlega mikillar viðveru sem og lausn ýmissa tæknilegra úrlausnarefna.
Hlutverk VSÓ í verkefninu:
- Framkvæmdaumsjón.
- Framkvæmdaeftilit.
- Aðstoð við hönnuði vegna úrlausnar verkefna á framkvæmdatíma.
Verktími: 2013-2015.
Verkkaupi: Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur.