Ásgarður, gervigrasvöllur í Garðabæ

Gervigrasvöllurinn í Garðabæ samanstendur af 8.800 m2 fótboltavelli (heildarstæð) og sex æfingavöllum í mismunandi stærðum, allt hannað með gervigrasvelli, snjóbræðslukerfum og lýsingu.
VSÓ hefur frá upphafi tekið þátt í hönnun, áætlanagerð og framkvæmdaeftirliti í tengslum við uppbyggingu, endurnýjun og þróun svæðisins.

  • 2018: Endurnýjun á gervigrasi aðalvallarins.
    Hlutverk VSÓ: Verkefnastjórn, hönnun, kostnaðargreining og útboðsgögn.
  • 2016: Endurbætur á gervigrasi aðalvallarins og stækkun í fulla stærð (8.064 m2) með nýju fjöðrunarlagi og endurnýjun á gervigrasi á tveim minni æfingavöllum.
    Hlutverk VSÓ: Verkefnastjórn, hönnun, kostnaðargreining og útboðsgögn.
  • 2015: Framtíðarmöguleikar fyrir íþróttasvæðið.
    Hlutverk VSÓ: Gerð frumdraga.
  • 2012-2013: Endurbætur á aðal fótboltavellinum (8.200 m2) með nýju gervigrasi, fjöðrunarlagi og snjóbræðslukerfi.
    Hlutverk VSÓ: Hönnun og framkvæmdaeftirlit.
  • 2012: Nýr æfingavöllur (7.800 m2) þar sem gamla gervigrasið á aðal fótboltavellinum var flutt yfir á nærliggjandi völl.
    Hlutverk VSÓ: Hönnun og framkvæmdaeftirlit.
  • 2011-2012: Fótboltavöllur í hálfri stærð, lagfæring á gervigrasi.
    Hlutverk VSÓ: Hönnun og framkvæmdaeftirlit.
  • 2004: Nýr fótboltavöllur í fullri stærð (8.200 m2), annar í hálfri stærð (3.200 m2) ásamt tveim minni völlum (600 m2 hver).
    Hlutverk VSÓ: Öll verkfræðiþjónusta, þ.e. áætlanagerð, hönnun og framkvæmdaeftirlit.

Verktími: 2004-2018.

Verkkaupi: Garðabær.