Ljósmyndasamkeppni VSÓ

VSÓ heldur árlega ljósmyndasamkeppni meðal starfsfólks síns og fjölskyldna þeirra.  Verðlaun eru jafnan í boði fyrir fyrstu þrjú sætin en vinningsmyndin hlýtur að auki þann heiður að prýða jólakort fyrirtækisins það árið.

Þátttaka í keppninni hefur alltaf verið mjög góð og myndefnið fjölbreytt sem í keppnina berst.  Þema ljósmyndakeppninnar er „VSÓ og jólin“ í eins víðu samhengi og ljósmyndari hefur hugarflug til.  Eins og sjá má á myndum úr keppninni hér fyrir neðan þá er hugmyndaflugið alls ekki af skornum skammti…