19. desember 2022

Umhverfismatsskýrsla fyrir 24.000 tonna laxeldi á landi í Ölfusi

Skipulagsstofnun hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu fiskeldis Geo Salmo í Ölfusi til kynningar. Um er að ræða allt að 24.000 tonna landeldi á laxi vestan við Þorlákshöfn, í sveitarfélaginu Ölfusi.

Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á hér á vefnum sem og á heimasíðu Skipulagsstofnunar. Einnig liggur skýrslan frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Ölfus í Þorlákshöfn og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b.  Öllum er heimilt að kynna sér umhverfismatsskýrsluna og veita umsögn um framkvæmdina og umhverfismat hennar. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 24. janúar 2023 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.

Kynningarfundur um framkvæmdina og umhverfismatsskýrsluna var haldinn þann 14. desember sl. í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn.  Kynningin var vel sótt en um 50 manns mættu til fundarins.

VSÓ Ráðgjöf sér m.a. um gerð mats á umhverfisáhrifum og deiliskipulagsgerð í verkefninu.