Klettaskóli við Öskjuhlíð, grunnskóli fyrir fatlaða

Viðbygging með íþrótta- og sundaðstöðu ásamt endurbótum á lóð

Í verkefninu felst fullnaðarhönnun viðbyggingar við skólann og endurbætur á eldra húsnæði, alls 6.000 m2.  Í viðbyggingunni er m.a. nýr íþróttasalur og sundaðstaða með 2 sundlaugum og heitum potti, ásamt tilheyrandi sturtuaðstöðu og búningsklefum.  Aðstaðan er hönnuð m.t.t. hreyfihamlaðra einstaklinga og er verkefnið því sérlega flókið m.t.t. búnaðar og tæknilegra úrlausna.  Þá er önnur sundlaugin sérstaklega útfærð þjálfunarlaug fyrir hreyfihamlaða og er m.a. útbúin með hæðarstillanlegum botni.  Byggingin er hönnuð í þrívídd með BIM aðferðarfræði.  Í jarðtækni fólst m.a. undirbúningur og ráðgjöf á byggingartíma vegna sprengingar á 10.000 m3 af klöpp á þéttbyggðu svæði.

Landslagshönnun lóðar tekur jafnframt sérstakt tillit til notkunar fyrir fatlaða einstaklinga en skólalóðin var í heild sinni tekin í gegn og allur búnaður og yfirborð endurbætt. Sem dæmi má nefna að á lóðinni var áður talsverður halli og rampar upp að byggingunni brattir, sem gerði gönguskertum notendum og notendum í hjólastól mjög erfitt fyrir, og var halli á lóðinni því leiðréttur m.t.t. þessa.  Einnig voru öll leiktæki á lóðinni endurnýjuð og valin sérstaklega m.t.t. þarfa og óska notendanna.  Bílastæði og aðkoma var einnig endurbætt til að bæta aðgengi fyrir alla.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna- og loftræsikerfa.
  • Hönnun rafkerfa og lýsingar.
  • Landslagshönnun lóðar.

Verktími: 2012-2018.

Verkkaupi: Reykjavíkurborg.