11. nóvember 2021

Nýtt deiliskipulag fyrir Smárahvammsveg

Nýlega gerði VSÓ Ráðgjöf athugun á umferðaröryggi og afköstum gatnamóta Smárahvammsvegar og Hlíðarsmára í tengslum við tillögu að deiliskipulagi fyrir Smárahvammsveg. Þann 26. október síðastliðinn samþykkti Bæjarstjórn Kópavogs að auglýsa tillöguna og tekur hún mið af þeirri athugun.

Í tillögunni er akreinum fækkað og götur verða aðskildar grænum svæðum og eyjum með steyptum kanti. Einnig verða vinstri beygjur leyfðar á öllum gatnamótum um op í miðeyju. Tillagan samræmist markmiðum um greiðar, öruggar og vistvænar samgöngur og fjölbreyttan ferðamáta. VSÓ vinnur nú að hönnun breytinganna.

Hér fyrir neðan má lesa nánar um tillöguna.

Deiliskipulag Smárahvammsvegar skipulagsuppdráttur.
Deiliskipulag Smárahvammsvegar skýringaruppdráttur.