6. desember 2021

Alþjóðleg samkeppni um skipulags- og þróunaráætlun Kadeco svæðisins

VSÓ Ráðgjöf er hluti af alþjóðlegu teymi sem keppir nú til úrslita um gerð skipulags- og þróunaráætlunar fyrir Kadeco svæðið umhverfis Keflavíkurflugvöll. KCAP leiðir verkefnið og skipuðu þau helstu sérfræðinga í fjölmörgum málaflokkum í teymið, enda er verkefnið bæði flókið og umfangsmikið. Í upphafi sóttu 25 alþjóðleg teymi um að taka þátt í samkeppninni. Nú eru þrjú teymi eftir og erum við eitt þeirra. Úrslit verða kynnt föstudaginn 10. desember nk.

Hjá VSÓ tóku Helena, Gurra, Sammi, Ásta Camilla, Sverrir og Stefán þátt í þessu merkilega verkefni. Nú er bara að krossa fingur!