Sundet þjónustuíbúðir

 

Verkefnið felst í hönnun hönnun 7.500 m² nýbyggingar á 8 hæðum með 48 þjónustuíbúðum. Íbúðirnar eru byggðar með stórum sameiginlegum svæðum sem tengjast íbúðunum. Á fyrstu hæð er dagdvöl, íþróttasalur, tómstundaherbergi, dagþjálfun ásamt kaffihúsi/mötuneyti fyrir íbúa byggingarinnar og utanaðkomandi gesti.

Á lóðinni voru hönnuð svæði til útiveru og líkamsþjálfunar ásamt reiðhjólastæðum og gróður endurnýjaður á aðkomusvæði og við bílakjallara. Einnig var hannaður þakgarður með fjölbreyttum útivistarmöguleikum.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun landslags.
  • Hönnun jarðtækni.

Verktími: 2020-2021.

Verkkaupi: Eidsvoll kommune, Noregi.