Klettaskóli við Öskjuhlíð, grunnskóli fyrir fatlaða

Viðbygging með íþrótta- og sundaðstöðu

Í verkefninu fólst fullnaðarhönnun viðbyggingar við skólann og endurbætur á eldra húsnæði, alls 6.000 m2.  Í viðbyggingunni er m.a. nýr íþróttasalur og sundaðstaða með 2 sundlaugum og heitum potti, ásamt tilheyrandi sturtuaðstöðu og búningsklefum.  Aðstaðan er hönnuð m.t.t. hreyfihamlaðra einstaklinga og er verkefnið því sérlega flókið m.t.t. búnaðar og tæknilegra úrlausna.  Þá er önnur sundlaugin sérstaklega útfærð þjálfunarlaug fyrir hreyfihamlaða og er m.a. útbúin með hæðarstillanlegum botni.  Byggingin er hönnuð í þrívídd með BIM aðferðarfræði.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna- og loftræsikerfa.
  • Hönnun rafkerfa og lýsingar.
  • Landslagshönnun lóðar.
  • Framkvæmdaráðgjöf.

Verktími: 2012-2018.

Verkkaupi: Reykjavíkurborg.