2. september 2022

VSÓ á Grænahrygg

 

Laugardaginn 27. ágúst sl. lögðu 33 göngugarpar af stað í leiðangur og var ferðinni heitið að Grænahrygg í nágrenni Landmannalauga. Um var að ræða 19 starfsmenn VSÓ Rágjafar ásamt nokkrum mökum og börnum sem voru með í för.

Lagt var af stað með rútu frá Reykjavík snemma á laugardagsmorgni sem ók hópnum að Kýlingavatni. Gengið var að Grænahrygg um Halldórsgil, áfram yfir hrikalegar fjallsbrúnir niður í Jökulgil og í Hattver. Þaðan var gengið um Uppgönguhrygg og inn í Landmannalaugar. Gangan gekk í alla staði vel, þrátt fyrir krefjandi gönguleið sem ýmist liggur upp eða niður í móti og á köflum eftir mjóum stígum með brattar hlíðar til beggja handa. Veðrið var eins gott og hægt er að hugsa sér og segir sagan að um besta veðurdag sumarsins á þessum slóðum hafi verið að ræða. Það er að minnsta kosti ekki daglegt brauð að hægt sé að ganga léttklædd í stuttbuxum uppi á fjallahryggjum á hálendi Íslands.

Að göngu lokinni ók rútan hópnum inn í Landmannahelli þar sem grillað var og gist áður en haldið var heim á leið á sunnudeginum, öll sæl og sátt eftir frábæra ferð.

Göngugarpar á Grænahrygg voru:

Davíð Rósenkrans Hauksson
Davíð Guðbergsson
Dýrleif Brynjarsdóttir
Fríða Björg Eðvarðsdóttir
Guðný Káradóttir
Halldóra Björk Bergþórsdóttir
Helga María Adólfsdóttir
Hrund Sigfúsdóttir
Hörður Þórhallsson
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Ingólfur Th. Bachmann
Íris Anna Karlsdóttir
Jakob Jóhann Sveinsson
Jóhann Björn Jóhannsson
Katrín Sigurlaug Ragnarsdóttir
Lára Hallgrímsdóttir
Lára Kristín Þorvaldsdóttir

 

Matthías Ásgeirsson
Orri Gunnarsson
Rebekka Pálsdóttir
Sigurður Kristinn Jóhannesson
Sigurgeir Þorleifsson
Sindri Harðarson
Steinar Ríkharðsson
Suyai Pilheu
Sverrir Ólafsson
Tómas Emilsson
Vilhjálmur Ásgeirsson
Vífill Harðarson
Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir
Þorvaldur Logi Pétursson
Þóra Harðardóttir
Þórður Kárason

Símon Unndórsson var sérlegur aðstoðarmaður sem sleppti göngutúrnum en sá um grill fyrir mannskapinn.