Frjálsíþróttasvæði í Hvitstein

Verkefnið felst í hönnun nýs frjálsíþróttasvæðis í Hvitstein fyrir fjölbreytta íþróttaiðkun sem innifelur endurbætur á núverandi frjálsíþróttabraut, nýjar brautir með gervigrasi, þar sem áður var náttúrugras, nýjar skautabrautir, pétanque brautir, skautahöll með gerviís, áhorfendapall og fjölmiðlastúku.

Hlutverk VSÓ í verkefninu er hönnun alls frjálsíþróttasvæðisins þ.m.t.:

  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun lagna- og loftræstikerfa.
  • Hönnun rafkerfa.
  • Hönnun veitukerfa.
  • Umhverfisráðgjöf.

Verktími: 2017-2020.

Verkkaupi: Holmestrand kommune í Noregi.