Hrafnista í Boðaþingi

Nýtt hjúkurnarheimili og þjónustumiðstöð fyrir aldraða í Kópavogi

Í verkefninu felst hönnun nýrrar þjónustumiðstöðvar ásamt hjúkrunarheimili með íbúðum fyrir allt að 44 íbúa, ásamt tilheyrandi stoðrýmum og sameiginlegum svæðum m.a. fjölnota sal, mötuneyti, sundlaug og endurhæfingarrými, alls 5.500 m2. Byggingin er hönnuð í þrívídd með BIM aðferðarfræði. Það var lögð sérstök áhersla á velferðartækni, til að hjálpa vistmönnum, ættingjum þeirra og starfsfólki í viðleitni þeirra til að skapa gott líf fyrir vistmenn og gott vinnuumhverfi fyrir starfsmenn.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna- og loftræsikerfa.
  • Hönnun rafkerfa og lýsingar.

Verktími: 2007-2010.

Verkkaupi: Kópavogsbær og Naustavör.