Hádegishöfði leikskóli í Fellabæ, Múlaþingi

Verkefnið felst í hönnun nýs ~900 m² leikskóla með þrem deildum fyrir allt að 60 börn, ásamt frágangi á 9.000 m² leikskólalóð. Undirstöður og botnplata er staðsteypt og berandi veggir ýmist staðsteyptir eða úr timbri.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun jarðtækni.
  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna.
  • Hönnun loftræsikerfa.
  • Hönnun rafkerfa.
  • Hönnun landslags.

Verktími: 2020-2021.

Verkkaupi: Múlaþing.