Landmælingar

VSÓ annast sérhæfða landmælingaþjónustu fyrir sveitarfélög og verktaka, en landmælingar koma einnig við sögu í flestum verkefnum Byggðatækni- og samgöngusviðs – bæði við hönnun og framkvæmdaeftirlit. Stofan hefur yfir að ráða öflugum tækjum til landmælinga s.s. Trimble S8 einmennings alstöð og Trimble R10 GPS Rover, auk hallamæla o.fl. mælitækja. Beitt er fullkomnasta hugbúnaði til úrvinnslu mæligagna s.s. gerð landlíkana, magnmælinga o.s.frv.

Dæmi um verkefni VSÓ á þessu sviði eru:

  • Fastmerkjakerfi sveitarfélagsins Voga.
  • Uppmælingar lóða og fasteigna við Eiríksgötu og Egilsgötu í Reykjavík.
  • Verktakaþjónusta við Eykt, ÍAV o.fl. verktaka.
  • Fastmerkjakerfi og eftirlitsmælingar við Sultartanga-, Vatnsfells- og Búðarhálsvirkjanir ásamt stöðvarhúsi Káranhjúkavirkjunar í Fljótsdal.

Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Árni ÁSgeirsson