Lagna- og loftræsikerfi

VSÓ Ráðgjöf hefur mikla reynslu í hönnun lagnakerfa í húsbyggingum, bæði almennra lagna- og loftræsikerfa sem og flóknari og sérhæfðari kerfa. Hönnun lagna er ekki aðeins ákvörðun á pípustærðum og afkastagetu ofna. Hún snertir einnig gæði þess umhverfis sem fólk lifir og hrærist í og þar með líðan þess.

Við leggjum áherslu á víðtæka þekkingu og upplýsingar um allar nýjungar á þessu sviði. Meðal viðfangsefna eru :

  • Hita- og þrifakerfi
  • Snjóbræðslukerfi
  • Loftræsikerfi
  • Kælikerfi
  • Almenn og sérhæfð slökkvikerfi (sprinkler)

 

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Hrafn Helgason