Umhirða grænna svæða

Umhirðuáætlanir ná til lengri eða skemmri tíma og hafa áhrif á viðhald, þróun og rekstur grænna svæða. Þessar áætlanir eru mikilvægt stjórntæki þeirra sem hafa yfirumsjón með umhirðu grænna svæða, hvort sem er innan sveitarfélaga eða einstakra fyrirtækja. Umhirðuáætlanir byggja á fyrirfram skilgreindum umhirðuviðmiðum þar sem skilgreindir hafa verið þeir lykilþættir sem huga þarf að í umhirðunni. Umhirðuáætlanir eru hluti af ákveðnu ferli sem unnið er eftir og byggir það m.a á teikningum og loftmyndum, greiningu á svæðum og faglegu mati. Að loknu þessu ferli verður til mjög nákvæmt safn upplýsinga og yfirlit yfir þau grænu svæði sem áætlunin nær til. Umhirðuáætlunin inniheldur einnig stefnu í umhirðumálum til lengri tíma.

VSÓ Ráðgjöf hefur bæði séð um verkefnastjórn við gerð umhirðuáætlana og tekið að sér gerð þeirra í nánu samstarfi við verkkaupa. Einnig sinnir VSÓ tilboðs- og áætlanagerð í tengslum við útboð ýmissa þjónustuverkefna sem falla undir umhirðuverkefni og hefur sinnt eftirlitsstörfum í tengslum við umhirðu og yfirborðsfrágang. VSÓ hefur einnig verið í nánu samstarfi við Iceconsult og Reykjavíkurborg í tengslum við þróun á Umhirðustjóranum, hugbúnaði sen er sérhannaður fyrir umhirðustjórnun.

Þær lausnir sem VSÓ Ráðgjöf býður upp á henta vel þeim sveitarfélögum, stofnunum, og fyrirtækjum sem vilja koma góðu verklagi á umhirðu grænna svæða. Við aðstoðum einnig einkaaðila sem þess óska með umhirðu einkalóða og frístundasvæða.

Í umhirðuteymi VSÓ Ráðgjafar má m.a finna:

  • Skrúðgarðyrkjumeistara
  • Landslagsarkitekt
  • Umhverfisfræðing
  • Sérfræðinga í ArcGis

 

Dæmi um verkefni VSÓ á sviði umhirðu eru:

  • Umhirðuáætlun fyrir Reykjavíkurborg
  • Umhirðuáætlun fyrir Þjórsárvirkjanir
  • Umhirðuáætlun fyrir Garðabæ
  • Tilboðs- og áætlanagerð fyrir Alcan í Straumsvík
  • Eftirlit með yfirborðsfrágangi við Laugarneskirkju
  • Eftirlit með yfirborðsfrágangi við Nýbýlaveg
  • Gerð upplýsingahandbókar fyrir sumarstarfsmenn Landsvirkjunar

 

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Droplaug Jónsdóttir