Umhverfisskýrsla

VSÓ leggur áherslu á að í allri starfsemi fyrirtækisins sé góð umgengni við umhverfið og leitast við að lágmarka skaðleg áhrif rekstrarins á umhverfið.  Umhverfisvitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins, stjórnun og daglegum störfum starfsmanna. 

Frá árinu 2011 hefur VSÓ Ráðgjöf unnið eftir vottuðu Umhverfistjórnunarkerfi í samræmi við kröfur ISO 14001 og verið með Umhverfis- og samgöngustefnu þar sem áhersla er lögð  á að hvetja starfsmenn til að nota vistvænar samgöngur. Síðan þá hafa þýðingarmiklir umhverfisþættir verið vaktaðir og sett hafa verið markmið sem miða að því að gera sífellt betur.  Starfsfólk er hvatt til þess að vinna að og hafa umhverfismál í huga við öll störf.

Í þessari skýrslu (pdf) eru settar fram niðurstöður vöktunar frá árinu 2014 og tengingu þeirra við  5 markmið af þeim 17 sem heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og tengjast umhverfismálum. Þau eru nr. 3 um heilsu og vellíðan, nr. 7 um sjálfbæra orku, nr. 12 um ábyrga neyslu , nr.13 um aðgerðir í loftslagsmálum og nr. 15 um líf á landi.

VSÓ hefur kolefnisjafnað reksturinn fyrir árið 2018 en um er að ræða losun vegna flugferða, aksturs starfsmanna til og frá vinnu, aksturs vegna verkefna, urðunar úrgangs og orkunotkunar.

Hér að aftan eru dregnar fram niðurstöður vöktunar VSÓ á helstu umhverfisþáttum.

Samgöngur

VSÓ styður við heimsmarkmið 13 um aðgerðir í loftslagsmálum með því að hvetja starfsfólk til að nýta sér vistvænni samgöngur s.s. að nota strætó í ferðir til og frá vinnu og með því að tryggja aðgang að vinnubílum þannig að starfsfólk sé ekki háð því að koma á einkabíl í vinnuna til að komast á milli staða yfir daginn.  Um leið styðja þessar aðgerðir við heimsmarkmið 3 um heilsu og vellíðan því samhliða þessu er starfsfólk hvatt til þess að hjóla eða ganga til og frá vinnu, a.m.k. hluta leiðar. 

Stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda vegna starfsemi VSÓ kemur til vegna aksturs starfsfólks á einkabíl til og frá vinnu. VSÓ býður starfsfólki upp á fría strætómiða sem það getur nýtt sér til ferða til og frá vinnu og Strætó sem ferðamáti nýtur  síaukinna vinsælda meðal starfsfólks.  Árið 2018 fór starfsfólk samtals 2.755 ferðir með strætó og ef miðað við að farnir séu að meðaltali 5 km í hverri ferð jafngildir það samtals 10 ferðum í kringum landið. 

Bílafloti VSÓ samanstendur af bifreiðum sem nota bensín, dísel og metan.  Við innkaup á bílum er miðað við að bifreiðir eyði sem minnstu eldsneyti og séu sem umhverfisvænastar.  Til þess að bjóða upp á bæði vistvænni og heilsusamlegri valkost en bifreið fjárfesti VSÓ jafnframt í rafmagnsreiðhjóli árið 2019 sem starfsfólk getur nýtt sér til að sinna erindum sínum og hefur það komið komð að prýðilegum notum við styttri ferðir.  

Notkun strætómiða  [miðar/starfsmann]

 • 2019
 • 2018
 • 2014
 • 2010

Notkun eldsneytis*  [lítrar/starfsmann]

 • 2019
 • 2018
 • 2015
 • 2013
*Eldsneytisnotkun vegna vinnutengdra ferða starfsmanna (dísel, bensín og metan)

Vatns- og rafmagnsnotkun

VSÓ vinnur í samræmi við heimsmarkmið 7 um sjálfbæra orku, sem miðar að því að tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði.  VSÓ hvetur starfsfólk til að fara vel með og draga úr óþarfa orkunotkun og styður þannig einnig við heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu.

Kalt vatn:  Kalt vatn er notað til kælingar á rýmum, á snyrtingum, baðaðstöðu og til drykkjar. Stefnan er að fara vel með auðlindir en um leið er verið að hvetja til kaldavatnsdrykkju og aukinnar hreyfingar.  Notkun á köldu vatni hjá VSÓ hefur verið rokkandi en þó farið stöðugt minnkandi frá því árið 2014.  

Heitt vatn: Notkun á heitu vatni í Borgartúni 20 hefur verið að aukast nokkuð.  Árið 2015 var sett viðmið um að notkunin væri á bilinu 0,5-0,8 rúmmetrar pr. rúmmetra húsnæðis en það hefur ekki náðst síðustu ár.  Engin ein skýring hefur fundist á þessu en meðal skýringa má nefna að sírennsli hefur komið upp í ofnakerfinu af og til og veðurfar er mismunandi á milli ára, en húsitun er langstærsti hluti heitavatnsnotkunar fyrirtækisins. 

Rafmagn: Rafmagnsnotkun hjá VSÓ, mæld í kílóvattsundum pr. starfsmann, hefur farið minnkandi undanfarin ár.  Hver starfsmaður notar því minna rafmagn árið 2018 heldur en hann gerði árin á undan.  Rafmagnsnotkun pr. starfsmann árið 2018 er 6% minni en hún var árið á undan og 14% minni en hún var árið 2014.

 

Kalt vatn  [m3/m3]

 • 2018
 • 2014
 • 2009

Heitt vatn [m3/m3]

 • 2018
 • 2014
 • 2009

Rafmagn [kWh/starfsmann]

 • 2018
 • 2014
 • 2009

Pappír

Stýring á notkun og innkaupum á pappír hefur áhrif á loftslag og styður við heimsmarkmið 13 um aðgerðir í loftslagsmálum og heimsmarkmið 15 um líf á landi.  Allur pappír sem keyptur er inn er frá skógum undir sjálfbærri stjórn.  Pappírsnotkun fyrirtækisins hefur t.d. frá árinu 2010 minnkað úr 79 kössum af A4 pappír í 30 kassa af A4 pappír árið 2018 og markmiðið er að draga úr pappírsnotkun enn frekar. Viðmiðunargildi m.v. gögn stofnana eru fengin á vinn.is en þar er miðgildi pappírsnotkunar 9,3 kg/stöðugildi.  Hjá VSÓ er sambærileg tala 7,4 kg/stöðugildi. 

Pappírsnotkun  [A4 kassar/starfsmann]

 • 2018
 • 2014
 • 2010

Úrgangur

Stýring á úrgangsmálum styður við heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu með ábyrgum innnkaupum, minnkun á myndun úrgangs og endurvinnslu og endurnýtingu á því sem hægt er. 

Samanburður á milli ára er nokkuð erfiður vegna stórra tiltekta árin 2018 og 2015, það getur þó kallast jákvætt þegar þessi tvö ár eru borin saman hversu mikið hærra hlutfall fer í endurvinnslu árið 2018 heldur en 2015. Hlutfall úrgangs sem flokkaður er var lengi í kringum 25% en var komið í 35% árin 2016 og 2017.  Skífurnar hér að neðan sýna hlutfall flokkaðs úrgangs en markmiðið er að hlutfall þess úrgangs sem fer í endurvinnslu árið 2019 fari í a.m.k. 50%. 

Heildarúrgangur  [kg/starfsmann]

 • 2018
 • 2014
 • 2011

%

2018

Hlutfall úrgangs sem fer til endurvinnslu.

%

2017

%

2016

%

2015