Starfsemi VSÓ er rekin í samræmi við kröfur umhverfisstjórnunarstaðalsins ÍST EN ISO 14001 auk þess sem fyrirtækið vinnur eftir Umhverfis- og samgöngustefnu VSÓ. VSÓ setur sér markmið um stöðugar umbætur til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfseminnar. VSÓ er aðili að Festu – miðstöð um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni og hluti af ráðgjafateymi samtakanna. Með aðild sinni leggur VSÓ áherslu á samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni í rekstri en ekki síður í þeirri ráðgjöf sem við veitum á hinum ýmsu sviðum. Það gerir VSÓ með því að bjóða fram vistvænar og hagkvæmar lausnir fyrir fjölda verkefna. VSÓ er einnig aðili að Grænni byggð sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnana um vistvæna þróun byggðar. Með aðild kemur VSÓ að stefnumótun félagsins.

Undanfarin ár hefur VSÓ boðið viðskipavinum upp á að fara Grænu leiðina og boðið vistvænar og hagkvæmar lausnir fyrir fjölbreytt verkefni. Grænar lausnir draga fram það besta í vistvænni hönnun ásamt því að styðja við jákvæða byggðaþróun, tryggja góða orkunýtingu og lágmarka auðlindanýtingu og úrgang. Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040 og VSÓ leggur sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. En VSÓ náði kolefnishlutleysi árið 2020. Nánar er fjallað um Grænu leiðina og verkefni og þjónustur tengdar henni í kafla 4.

Stuðst er við UFS leiðbeiningarnar um framsetningu gagna þar sem horft er til losunar og losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda, orkunotkunar, orkukræfni, samsetningu orku, vatnsnotkun, umhverfisstarfsemi, loftslagseftirlit stjórnar og stjórnenda, ásamt mildun loftslagsáhættu. Losunarkræfni GHL (gróðurhúsalofttegunda) er sýnd sem losun á hvert stöðugildi og orkukræfni er orkunotkun á hvert stöðugildi og á hvern m3 eða m2.

Nú er unnið að því að afla BREEAM In-Use umhverfisvottunar fyrir Borgartún 20, þar sem skrifstofa VSÓ er til húsa. Vottunarferlið mun gefa VSÓ tækifæri til að draga úr umhverfisáhrifum starfsstöðvarinnar og veita okkur upplýsingar um þau áhrif sem sá hluti rekstarins hefur á umhverfið.

Umhverfisþættir í starfseminni sem eru skilgreindir og vaktaðir eru:

 • Eldsneytisnotkun (akstur).
 • Vinnutengdar flugferðir starfsfólks.
 • Rafmagnsnotkun, vatnsnotkun.
 • Úrgangslosun og pappírsnotkun.
 • Innkaupum er stýrt og markmiðið er að kaupa vistvæna vöru ef hún er í boði.

Nánari upplýsingar um vaktaða umhverfisþætti má sjá í Sjálfbærniskýrslu VSÓ.

Umhverfisþættirnir Losun gróðurhúsalofttegunda og Úrgangur verða vaktaðir sérstaklega og upplýsingar uppfærðar á hálfsárs fresti.

 

Losun gróðurhúsalofttegunda

Á komandi ári leggur VSÓ áherslu í loftlagsmálum á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda [GHL] í umfangi 3 þar sem stærsti losunarþátturinn eru ferðir starfsmanna til og frá vinnu.
Stefnt er á að draga úr losun vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu um 10%.

 

Úrgangur

Árið 2021 fóru 1.500 kg af úrgangi í urðun og um 4.000 kg í lífrænan úrgang og endurvinnslu vegna starfsemi VSÓ. Hlutfall úrgangs sem fór til endurvinnslu var 54%. VSÓ leggur áherslu á að auka endurvinnsluhlutfall á árinu 2022.
Stefnt er á að endurvinna 65% úrgangs

 

Hér fyrir neðan má nálgast sjálfbærniskýrslur VSÓ Ráðgjafar í heild sinni, á pdf formi.

Losun GHL vegna ferða
starfsfólks til og frá vinnu
[CO2íg]

 • 2021 (26)
 • 2020 (23)
 • 2019 (31)
 • 2018 (33)
 • 2017 (34)
 • 2016 (29)

Hlutfall úrgangs sem
fer til endurvinnslu

%

2021