Sjálfbærniskýrsla

 

Félagslegir þættir

Starfsemi VSÓ er rekin í samræmi við kröfur í ISO 45001 sem er stjórnunarkerfi fyrir heilsu og öryggi. Innan ramma þessa stjórnunarkerfis eru ferlar sem stýra jafnréttis-, eineltis-, öryggis- og heilsumálum. Áhættuhugsun er notuð til að forgangsraða verkefnum svo unnt sé að vinna stöðugt að umbótum. Með innleiðingu á öryggis- og heilsustjórnun, jafnréttisáætlun og sáttmála gegn hvers konar ofbeldi, áreitni og einelti hefur VSÓ skuldbundið sig við að vinna í samræmi við íslensk lög og alþjóðlegar skuldbindingar og nær það yfir mannréttindi bæði barna og fullorðinna.

Með félagslegum þáttum er horft til launa forstjóra, launamunar kynja, breytingar á starfsfólki, kynjafjölbreytni, hvert sé hlutfall tímabundinna starfskrafta, aðgerða gegna mismunum, vinnuslysatíðni, hnattrænnar heilsu og öryggis, barna- og nauðungarvinnu sem og mannréttinda almennt.

Árið 2021 var árleg breyting á starfsfólki í fullu starfi 8,5%. Vekja má athygli á háum meðalstarfsaldri hjá VSÓ sem eru 17 ár samanber tölur frá árinu 2021.

Jafnrétti kynjanna

VSÓ vinnur eftir jafnréttisáætlun þar sem gæta skal fyllsta jafnréttis óháð kyni, kynhneigð, þjóðerni, kynþætti, aldri og heilbrigði. VSÓ hefur innleitt sáttmála gegn einelti, áreiti og ofbeldi. Forvarnar og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi hefur verið skilgreind og innleidd. Árið 2021 var lögð sérstök áhersla á að fræða stjórnendur og starfsfólk varðandi viðbrögð og meðhöndlum á málum sem varða einelti, ofbeldi og áreitni.

Markmið VSÓ er að jafna stöðu kynja í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum og greiða jöfn laun og tryggja sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.

Hlutfall kvenna hjá VSÓ er 40%, í framkvæmdastjórn er hlutfallið 11 % (ein kona og átta karlar) og í stjórn VSÓ er hlutfallið jafnt (þrjár konur og þrír karlar). Hlutfall kvenna sem eru sviðstjórar er 12,5 % (1 kona og 7 karlar)

Á komandi ári er stefnt á að jafna hlutfall kynja í hinum ýmsu störfum innan fyrirtækisins s.s. sem verkefnastjórar og sviðsstjórar. Unnið er að innleiðingu Jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og ætlar VSÓ að vera komin með jafnlaunavottun fyrir árslok 2022.

Öryggismál

VSÓ vinnur eftir Öryggis- og heilsustefnu. Almenn líðan, starfsánægja og vinnuálag er metið reglulega í könnunum á meðal starfsfólks og í heilsufarsskoðunum. Kannanir voru gerðar tvisvar árið 2021. VSÓ býður starfsfólki sínu árlega í heilsufarsviðtöl og -mælingar og bólusetningu gegn inflúensu. Lögð er áhersla á líkamlega, andlega og félagslega vellíðan auk þess sem unnið er að öryggi starfa og slysaforvörnum. VSÓ hefur gert samning við utanaðkomandi aðila til að styðja við líkamlegt og andlegt heilsufar starfsfólks. VSÓ tryggir starfsfólki aðgang að sálfræðiþjónustu þegar svo ber við. Engin vinnuslys urðu 2021 sem leiddu til fjarveru starfsfólks.

Hjá VSÓ starfar virk öryggisnefnd og í henni eru öryggistrúnaðarmenn sem eru fulltrúar starfsfólksins. Nefndin rýnir ferli um vinnuverndarmál og tekur þátt í ákvörðunum varðandi öryggi og heilsu starfsfólks.  Árið 2021 var áhættumat starfa endurskoðað og Öryggishandbók VSÓ uppfærð. Starfsfólk hefur aðgang að persónuvarnarbúnaði sem er nauðsynlegur til að vinna verk á öruggan máta. Tvisvar á ári eru gerðar öryggisúttektir á vinnusvæðum í Borgartúni 20 og á öryggisbúnaði starfsfólks sem notaður er úti á verkstað.

VSÓ leggur ríka áherslu á sí- og endurmenntun hjá sínu starfsfólki, með að sækja ýmis námskeið og fyrirlestra. Þá má m.a. nefna námskeið í  öryggismálum fyrir sérstök störf, skyndihjálp og brunavarnir. Það gefur starfsfólki betra tækifæri til að sinna starfi sínu og verkefnum og eykur þekkingu innan fyrirtækisins.

Markmið komandi árs er að starfsumhverfið sé heilsusamlegt og öruggt fyrir starfsfólk og aðila sem tengjast starfseminni. Að byggja upp góðan starfsanda þar sem allt starfsfólk er jafnt, og traust og trúnaður ríkir milli starfsfólks og stjórnenda.

Samfélagsþátttaka

VSÓ leggur ríka áherslu á að styrkja samfélagið sem við búum í. VSÓ gerir það m.a. með styrkjum fyrir ýmis mikilvæg málefni í ytra umhverfi fyrirtækisins.

VSÓ styður við Krabbameinsfélag Íslands og verkefni á þeirra vegum s.s. verkefnin Mottumars og Bleika slaufan. 

VSÓ styður einnig árlega við eftirfarandi verkefni með fjölbreyttum leiðum, þá ýmist með matargjöfum eða kaupum á gjafavörum: 

 • Fjölskylduhjálp Íslands
 • Á allra vörum
 • Slysavarnarfélagið Landsbjörg
 • Hjálparstarf kirkjunnar
 • Samhjálp
 • Skálatún

 

Hér fyrir neðan má nálgast sjálfbærniskýrslur VSÓ Ráðgjafar í heild sinni, á pdf formi.

Kynjahlutföll starfsfólks 2021

Allt starfsfólk

 • Karlar 60% 60%
 • Konur 40% 40%

Verkefnisstjórar

 • Karlar 80% 80%
 • Konur 20% 20%

Sviðsstjórar

 • Karlar 87% 87%
 • Konur 13% 13%

Stjórn

 • Karlar 50% 50%
 • Konur 50% 50%