Samstarfsaðilar

 

Verkfræðistofan Fjölás ehf. sérhæfir sig í iðntölvustýringum og skjámyndakerfum.  Eigandi hennar er Arnar Ingólfsson rafmagnsverkfræðingur.  Fyrirtækið er til húsa í Borgartúni 20.

 

Trivium ráðgjöf veitir sérstaka ráðgjöf á sviði hljóðeðlisfræði og hljóðvistar.  Eigandi og framkvæmdastjóri Trivium er Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur.  Fyrirtækið er til húsa í Borgartúni 20.

 

Arkitekta- og verkfræðistofa Hauks (AVH) á Akureyri var formlega stofnað árið 1974 og sinnir í dag alhliða hönnun bygginga og mannvirkja, bæði á sviði arkitektúrs og verkfræði.

 

Teiknistofa Páls Zóphóníassonar í Vestmannaeyjum er rótgróið 25 ára ráðgjafaþjónusta með reynslu og þekkingu í úrvinnslu margvíslegra verkefna.

 

NIRAS er eitt af stærstu verkfræðiráðgjafarfyrirtækjum Danmerkur með um 1.300 starfsmenn.  VSÓ hefur verið í samstarfi við NIRAS í meira en þrjá áratugi.

 

LBF í Færeyjum var stofnað árið 1964.  LBF er lang stærsta verkfræðiráðgjafafyrirtæki þar í landi og hefur verið samstarfsaðili VSÓ til fjölda ára.

 

Fjölás
Trivium ráðgjöf
AVH
tpz
Niras
LBF