Græna leiðin – vistvæn hönnun

Græna leiðin snýst um að Endurhugsa-Endurnýja-Endurnýta alla leiðina frá vöggu til grafar. Vertu okkur samferða á grænu leiðinni til að spara þér og umhverfinu sóun og eyðslu.

Verkefnisstjórar hjá VSÓ munu aðstoða þig við að finna þær lausnir sem þú þarft.  Segðu bara að þú viljir fara grænu leiðina.

E3 alla leið

Endurhugsum

Það sem er best fyrir umhverfið er oft það besta fyrir budduna líka. Það besta sem hægt er að gera fyrir umhverfið er að spara í notkun á efni og orku. Nýjar nálganir við verkefni geta skilað lausnum sem krefjast minni efnis- og orkunotkunar. Við erum reiðubúin til að kanna hvar tækifærin liggja í þínu verkefni.

Endurnýtum

Ef þú hefur áhuga á að sýna umhverfisvernd í verki getur VSÓ aðstoðað þig við að greina tækifærin, útfæra framkvæmdina og gera grein fyrir árangrinum. Oft búa fyrirtæki og stofnanir yfir sterkum innviðum sem nýta má í þágu vistvænni hátta. Þá er mikilvægt að þekkja það sem er til staðar og nýta það með sem hagkvæmustum hætti. Stundum er rétta lausnin einhver nýjung en stundum er best að nýta betur það sem við höfum.

Endurvinnum og skilum

Úrgangur og afgangsefni er óhjákvæmilega þáttur í öllum framkvæmdum og rekstri. Mikilvægt er að senda alla hluti rétta leið svo þeir nýtist vel annarsstaðar og valdi ekki skaða. Einnig er mikilvægt að endurvinnsla og förgun sé einföld og aðgengileg. Rétt meðhöndlun skaðlegra efna er mikilvæg til að vernda líf, heilsu og velferð okkar nánasta umhverfis. Hafðu þitt á hreinu áður en óhöppin verða.

Frá vöggu til grafar

Hönnun

Öll verkefni, stór og smá, má hanna m.t.t. umhverfissins. Lítil og meðalstór verkefni er hægt að rýna m.t.t. vistvænnar hönnunar. Oft þarf ekki meira en að setjast yfir málin með opnum huga og ræða skynsamlegar lausnir. Þá getur jafnframt verið til hagsbóta að hafa stuðning í vottuðu kerfi á borð við BREEAM og VSÓ aðstoðar við notkun þess. Vottaða framkvæmd er líka auðveldara að kynna fyrir kaupendum, leigjendum og fjárfestum.

Stórar framkvæmdir geta krafist mats á umhverfisáhrifum sem er lögboðið ferli.

Framkvæmd

Rask, ónæði og ýmis mengun getur komið upp við framkvæmdir. VSÓ Ráðgjöf getur aðstoðað þig við að tryggja, gegnum útboð, eftirlit og hönnun, að framkvæmdir raski sem minnst umhverfi og ró næstu nágranna.

Góð stjórnun á umhverfis- og öryggismálum á verkstað minnkar kostnað, eykur afköst og leiðir til færri slysa. VSÓ Ráðgjöf aðstoðar við gerð áætlana, greiningu á áhættu, eftirlit með öryggi og ýmislegt fleira.

Rekstur

Eru einhverjir viðskiptavinir, hluthafar eða starfsfólk sem sýna umhverfismálum áhuga? Þá er líklegt að þeir vilji sjá árangurinn – grænt á hvítu. Grænt bókhald sýnir afkomu rekstrar gagnvart umhverfinu eins og hefðbundið bóhald gagnvart fjárhag.

Það er hægt að stjórna því sem hægt er að mæla. VSÓ  hefur aðstoðað fjölda fyrirtækja við að spara orku, hráefni og aðföng í sínum rekstri.