Öryggisstjórnun

VSÓ Ráðgjöf hefur áralanga reynslu í vinnu við heilbrigðis og öryggismál. Þjónusta sem VSÓ veitir á þessu sviði er:

  • Áhættugreiningar og áhættumat
  • Vinnustaðaúttektir
  • Ráðgjöf við uppsetningu heilbrigðis- og öryggisstjórnunarkerfa (t.d. OHSAS 18001)
  • Uppsetning öryggishandbóka
  • Gerð neyðaráætlana og neyðarhandbóka
  • Umhverfis-, öryggis- og heilbrigðiseftirlit (UÖH eftirlit) á framkvæmdasvæðum
  • Gerð öryggisblaða

VSÓ er viðurkennt af Vinnueftirliti ríkisins sem þjónustuaðili á sviði vinnuverndar.

Starfsmenn VSÓ Ráðgjafar hafa áralanga reynslu af samstarfi við fyrirtæki við að innleiða öryggisstjórnun á vinnustöðum. Unnið hefur verið með orkufyrirtækjum, þjónustufyrirtækjum og verktökum við að innleiða öryggisstjórnun. Unnið hefur verið áhættumat sem tekur mið af kröfum Vinnueftirlitsins og einnig við gerð öryggishandbóka fyrir verktaka.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Jónsson

Nánar um áhættugreiningu og áhættumat:

Nauðsynlegt getur reynst að greina hugsanlega áhættuþætti sem tengjast starfsemi fyrirtækja. Mikill fjöldi aðferða er til sem nota má sem hjálpartæki við slíka greiningu. Sérfræðingar VSÓ hafa beitt ólíkum aðferðum áhættugreininga við hin ýmsu verkefni.  Unnið er í samræmi við kröfur Vinnueftirlitsins við áhættumat á vinnustöðum en einnig eru notaðar þær aðferðir sem best henta í hverju tilfelli s.s. HAZAN, HAZOP (Hazard and Operability analysis) og sviðsmyndagreiningar.