Kolefnisjafnaðu ferðina þína

…með því að planta nokkrum basilíkufræjum

VSÓ Ráðgjöf stefnir að kolefnishlutlausu byggðu umhverfi og leggur sitt af mörkum til að tryggja sjálfbærni komandi kynslóða.  Vertu samferða okkur og kolefnisjafnaðu ferðina þína með því að planta nokkrum basilíkufræjum!*

Plöntur haga sér nefnilega eins og kolefnisgeymar. Þegar grænblöðungar vaxa gleypa þeir kolefni og losa súrefni með ljóstillífun. Grænplöntur binda ekki bara kolefni heldur bæta þau einnig gæði lofts og auka vellíðan fólks. Ekki skemmir heldur fyrir að basilíka er hinn besta kryddjurt t.d. í pastarétti, salöt, súpur og jafnvel á steikina. 

Basilíku má rækta innanhúss allt árið um kring.  Gangi ykkur vel og góða skemmtun!   

*Basilíkufræ er hægt að nálgast í næstu garðyrkjuverslun en fundargestir sem heimsækja okkur á skrifstofu okkar í Borgartúni geta nálgast basilíkufræ við móttökuborðið og kolefnisjafnað ferð sína til okkar með því að planta þeim.

Leiðbeiningar um ræktun Basilíku

Hér fyrir neðan má finna leiðbeinngar um hvernig má rækta Basilíku en nánari upplýsingar má t.d. finna á vefsíðu Garðheima.

Sáning og spírun:

  • Hægt er að nota sáðbakka og sáðmold og færa síðan spírurnar yfir í potta með venjulegri pottamold. 2-4 fræ fara í hvert hólf í sáðbakka.
  • Einnig er hægt að sá beint í endanlega potta (4-6 fræ í pott) og nota venjulega pottamold, en mælt er með að setja þunnt lag af sáðmold efst.
  • Gott er að setja dagblaðsörk yfir pottinn eða sáðbakkann til að viðhalda jöfnum raka og hita.

Umpottun:

  • Þegar spírur taka að myndast er sáðörkin tekin af og plötturnar settar í endanlegan pott.  Dreifið úr spírunum og þjappið moldinni varlega að.

Staðsetning:

  • Mælt er með því að velja plöntunum fremur sólríkan stað t.d. við glugga. Varist þó of mikinn hita þegar spírurnar eru litlar, þá geta stilkarnir orðið þunnir og ræfilslegir.

Hitastig:

  • Venjulegur stofuhiti er ákjósanlegur.

Vökvun:

  • Vökvun er mikilvæg, sérstaklega á spírunartímanum.  Magnið getur farið eftir raka í loftinu og sólarstundum og vökvamagn breytist þ.a.l. eftir árstíðum. Gott er að kanna reglulega rakastigið í moldinni með fingrinum. Mælt er með því að vökva frekar vel og sjaldan heldur en oft og lítið. Á sólríkum dögum þarf að vökva oftar en ella.