JafnlaunaúttektJafnlaunaúttekt

Samkvæmt jafnréttislögum ber launagreiðendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf.  Ráðgjafarfyrirtækið PwC (www.pwc.is) framkvæmir jafnlaunaúttektir hjá íslenskum fyrirtækjum en slík úttekt greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun s.s. menntunar, starfsaldurs, starfaflokks, vinnustunda o.fl.

PwC gerði úttekt á launamun kynjanna hjá VSÓ á vormánuðum ársins 2018 og leiddi hún í ljós að fyrirtækið uppfyllti öll viðmið til að hljóta gullmerki jafnlaunaúttektar PwC árið 2018 og var þar vel innan marka.   Niðurstaðan er í samræmi stefnumið jafnréttisáætlunar VSÓ sem m.a. kveður á um að greiða skuli jöfn laun og sömu kjör fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.