20. október 2017

Staða innviða á Íslandi

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfærðinga gáfu fyrr í þessum mánuði út skrýrsluna Innviðir á Íslandi – ástand og framtíðarhorfur.  Skýrslan dregur upp mynd af þeim innviðum sem þjóðin á í sameiningu, á borð við samgöngukerfi, veitukerfi, orkuframleiðslu og fasteignir í eigu opinberra aðila og er meginmarkmið hennar að lýsa stöðu helstu innviða hagkerfisins og draga frm þarfir og lausnir til að tryggja gæði sþessara meginstoða íslensk samfélags.

VSÓ var þátttakandi í þessu verkefni og hafði það hlutverk að vinna greiningu á fasteignum opinberra aðila en það er í fyrsta sinn sem tekin eru skref til þess að taka saman á heildstæðan hátt upplýsingar um allar fasteignir í opinberri eigu.  Vonir standa jafnframt til að hægt verði að halda áfram að bæta þann upplýsingagrunn sem safnast hefur saman við verkefnið og ýta þannig undir skynsama umræðu um ástand og framtíðarhorfur í rekstri fasteigna.

Niðurstöður greiningarinnar benda til að bæði sveitarfélög og ríki eigi eftir að vinna upp töluvert af viðhaldi og uppsafnaðri þörf fyrir fjárfestingar eftir niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Það sem þó vakti einna helst athygli við vinnuna var hjá hversu mörgum sveitarfélögum skortur er á því að skipulega sé haldið utan um fasteignir þeirra, virði og viðhaldsþörf.  Hjá sumum sveitarfélögum er þó haldið vel utanum þetta með góðum upplýsingakerfum en góðar upplýsingar eru forsenda góðrar ákvarðanatöku og því leggja kaflahöfundar áherslu á að haldið verði áfram að vinna að bættri skrásetningu upplýsinga um fasteignir sveitarfélaganna.

Fyrir hönd VSÓ  unnu Sverrir Bollason og Guðrún Snorra Þórsdóttir að söfnun upplýsinga og  greiningarvinnu.
Verkefnisstjóri var Guðjón Jónsson.

Umfjöllun um verkefnið á vef Samtaka iðnaðarins

Innviðir á Íslandi, ástand og framtíðarhorfur