20. febrúar 2019

Skyndihjálparmaður ársins 2018

Rauði krossinn á Íslandi stendur árlega fyrir vali á skyndihjálparmanni ársins og heldur námskeið í skyndihjálp fyrir almenning allt árið um kring. Guðni Ásgeirsson starfsmaður á Tæknisviði VSÓ Ráðgjafar var á dögunum sæmdur titlinum Skyndihjálparmaður ársins 2018. Guðni bjargaði manni sem hafði fengið hjartaáfall á hlaupastíg í Kópavogi. Guðni kom að manninum þar sem hann hafði lagst í jörðina, veitti honum hjartahnoð og stjórnaði aðgerðum á vettvangi með mikilli yfirvegun.

VSÓ óskar Guðna innilega til hamingju með titilinn Skyndihjálparmaður ársins 2018.