Reykjanesvirkjun, meðferð og förgun útfellinga

Drög að tillögu að matsáætlun vegna meðferðar og förgunar útfellinga frá Reykjanesvirkjun í Reykjanesbæ hefur nú verið auglýst til kynningar.

HS Orka er framkvæmdaraðili verksins en mat á umhverfisáhrifum er unnið af VSÓ Ráðgjöf. Í drögum að tillögu að matsáætlun er gerð grein fyrir meðferð og förgun útfellinga með aukna náttúrulega geislun sem myndast við holutoppa og í safnæðum Reykjanesvirkjunar. Þá er einnig fjallað um þá umhverfisþætti sem teknir verða fyrir í frummatsskýrslunni og fyrirliggjandi gögn sem nýtt verða í matsvinnunni.

Drögin eru aðgengileg hér á vefnum. Hægt er að senda ábendingar og athugarsemdir um drögin á netfangið kristin@vso.is Frestur til að senda inn ábendingar er til 19. janúar 2017.

Reykjanesvirkjun: Meðferð og förgun útfellinga – Drög að matsáætlun