Laus störf

VSÓ hefur sífellt áhuga á því að bæta við sig metnaðarfullu og jákvæðu starfsfólki sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum.

Hægt er að senda inn almenna umsókn með því að senda tölvupóst merktan Almenn umsókn  á netfangið umsokn@vso.is, ásamt starfsferilsskrá með helstu upplýsingum um menntun, fyrri störf o.s.frv.

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þau störf sem laus eru til umsóknar:

Verkfræðingar og tæknifræðingar á sviði byggðatækni

VSÓ leitar að verkfræðingum og tæknifræðingum til starfa við hönnun vega, gatna, stíga og veitukerfa. Leitað er að áhugasömu fólki sem býr yfir:

 • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði. M.Sc. gráða er kostur.
 • Góðri þekkingu á Autocad Civil 3D ásamt almennum forritum tengdum fagsviðunum.
 • Góðri kunnáttu í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Starfið felst einkum í hönnun vega, gatna og stíga og veitukerfa tengdum þeim, hönnunar á sjálfstæðum veitukerfum, fjölbreyttri jarðtæknihönnun, almennri ráðgjöf, áætlanagerð og þátttöku í framkvæmdaeftirliti.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Byggðatækni.

Byggingarverkfræðingar, -tæknifræðingar og byggingafræðingar á sviði verkefnastjórnunar

VSÓ leitar að byggingarverkfræðingum,  byggingartæknifræðingum eða byggingarfræðingum til starfa við verkefnastjórnun, áhugasömu fólki sem býr yfir:

 • Menntun á sviði byggingarverkfræði, byggingartæknifræði eða byggingarfræði.
 • Góðri þekkingu á forritum sem notuð eru við verkefnastjórnun og áætlanagerð.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Góðri kunnáttu í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli.
 • Starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði. M.Sc. gráða er kostur.

Starfið felst einkum í almennri framkvæmdaráðgjöf, áætlanagerð, verkefnisstjórnun, hönnunarstjórn, húsagerð, eðlisfræði bygginga, margskonar þjónustuútboðum og eftirliti með framkvæmdum.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Verkefnastjórnun

Burðarvirkjahönnuðir

VSÓ leitar að verkfræðingum og tæknifræðingum til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum á sviði burðarvirkja.  Við leitum að áhugasömu fólki sem býr yfir:

 • Góðri menntun í burðarþolsfræðum. M.Sc. gráða er kostur.
 • Góðri kunnáttu í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði.

Starfið felst einkum í hönnun burðarvirkja, áætlanagerð og annarri ráðgjöf á sviði húsbygginga og mannvirkjagerðar.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Burðarvirki.

Rafmagnsverkfræðingar, rafmagnstæknifræðingar og rafiðnfræðingar

Rafmagnsverkfræðingar, rafmagnstæknifræðingar og rafiðnfræðingar

VSÓ leitar að verkfræðingum,tæknifræðingum eða iðnfræðingum, til starfa, fólki sem býr yfir:

 • Menntun á sviði rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða rafiðnfræði. M.Sc. gráða er kostur.
 • Góðri þekkingu á Autodesk Revit
 • Góðri kunnáttu í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði.

Starfið felst einkum í hönnun rafkerfa og lýsingar í húsbyggingum og öðrum mannvirkjum, lýsingarhönnun gatna, stíga og umhverfis, ásamt almennri ráðgjöf, áætlanagerð og þátttöku í framkvæmdaeftirliti.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Rafkerfi.

Tækniteiknari á sviði byggðatækni

VSÓ leitar að tækniteiknara á sviði byggðatækni. Leitað er að áhugasömu fólki sem býr yfir:

 • Menntun á sviði tækniteiknunar.
 • Góðri kunnáttu í AutoCad og tengdum forritum.
 • Þekking á Civil 3D og starfsreynsla við tækniteiknun er æskileg en ekki skilyrði.
 • Kunnátta í a.m.k. einu Norðurlandamáli er kostur.
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

Starfið felst einkum í teiknivinnu og annarri aðstoð við hönnuði vega-, gatna- og fráveitukerfa og einnig landslagsarkitekta.

Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið umsokn@vso.is, merktar Tækniteiknari fyrir 1. febrúar.

Í boði eru samkeppnishæf laun, góð vinnuaðstaða, fjölskylduvænn vinnustaður, góðir vinnufélagar og fjölbreytt verkefni.