Umhverfismat kerfisáætlunar Landsnets

VSÓ hefur unnið með Landsneti að umhverfismati kerfisáætlunar undanfarin ár. Þar sem um er að ræða nýjung við gerð kerfisáætlunar var í upphafi unnið að því að finna bestu nálgun á verkefninu og fella umhverfismatið að áætlanagerðinni. Áhersla hefur verið lögð á valkostagreiningu, nákvæmni gagna, notkun landupplýsinga, samráð og að upplýsingar gefi aðilum góðar upplýsingar fyrir ákvarðanatöku. Með frumkvæði Landsnets að nýta sér aðferðarfræði umhverfismats hefur ávinningur skilað sér í betri áætlanagerð, sem fellst m.a. í að tekið er tillit til fleiri sjónarmiða og samanburð valkosta til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum áætlunarinnar.

Nýjung í kerfisáætlun 2016-2025 var athugun á áhrifum orkuskipta, bæði á orkuþörf og mögulegan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Með þessu var Landsnet að leggja fram ákveðnar upplýsingar til umræðu um þennan mikilvæga málaflokk.

Verktími: 2016-

Verkkaupi: Landsnet.

Landsnet kynnir matslýsingu vegna umhverfismats kerfisáætlunar