Úlfarsárdalur, aðkoma að íþróttasvæði Fram

Í verkefninu felst gerð aðkomu frá Úlfarsbraut að íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal og gerð bílastæða þar. Undir bílastæðið voru lögð 400mm ræsi ásamt tengilögnum frá niðurföllum og heimæðum frá fyrirhuguðum byggingum utan við bílastæði.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Framkvæmdaumsjón.
  • Framkvæmdaeftirlit.

Verktími: 2012.

Verkkaupi: Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur.