Smáraturn, verslunar og skrifstofuhúsnæði

Verslurnar- og skrifstofuhúsnæði við Smáratorg í Kópavogi

Í verkefninu felst bygging skrifstofu- og verslunarhúsnæðis á 20 hæðum við Smáratorg í Kópavogi.  Turninn er 77,6 metrar á hæð og þ.a.l. hærri en Hallgrímskirkjuturn, sem er 76  metra hár. Í turninum sjálfum eru 14.000 m2 af skrifstofu- og verslunarrými en því til viðbótar eru í byggingunni 7.000 m2 af verslunarhúsnæði, og 10.000 m2 bílageymslur.

Að auki felst í verkefninu bygging 5.000 m2 bílastæðabrúar á milli Smáraturns og Smáralindar.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Verkefnisstjórnun.
  • Framkvæmdaeftirlit.

Verktími: 2005-2008.

Verkkaupi: Smáratorg ehf.