Hrafnista í Boðaþingi

Nýtt dvalarheimili og þjónustumiðstöð fyrir aldraða í Kópavogi

Í verkefninu felst hönnun nýs dvalarheimilis í Kópavogi með þjónustumiðstöð og þjónustuíbúðum. Dvalarheimilið er með íbúðum fyrir allt að 44 íbúa, ásamt tilheyrandi stoðrýmum og sameiginlegum svæðum, m.a. fjölnota sal, mötuneyti, sundlaug og endurhæfingarrými, alls 8300 m². Sérstök áhersla er lögð á velferðartækni með það fyrir augum að búa til góða umgjörð fyrir íbúa, aðstandendur og góða vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk.

Hlutverk VSÓ í verkefninu:

  • Hönnun burðarvirkja.
  • Hönnun lagna- og loftræsikerfa.
  • Hönnun rafkerfa og lýsingar.

Verktími: 2007-2010.

Verkkaupi: Kópavogsbær og Naustavör.