Aðalskipulag Mýrdalshrepps

VSÓ vann með Mýrdalshreppi að gerð nýs aðalskipulags. Áherslan var á að uppfæra framsetningu og gögn m.t.t. nýrra skipulagslaga og móta stefnu um uppbyggingu ferðaþjónustu og legu Hringvegar um sveitarfélagið. Grunnur skipulagsvinnu var því á samanburð valkosta um legu, þar sem tekið var tillit til ýmissa sjónarmiða s.s. umhverfi, umferðaröryggi, færðar og landnotkunar. Mikil umræða skapaðist um samanburðinn og niðurstöðuna, sem að lokum var staðfest af umhverfisráðherra. Hluti af verkefni VSÓ var að færa rök fyrir því að öll málsmeðferð og ákvörðun sveitarfélagsins var í samræmi við lög og reglur, og byggði á málefnalegum sjónarmiðum.

Verktími: 2011-2012.

Verkkaupi: Mýrdalshreppur.